Friday, August 03, 2007


Thursday, August 02, 2007

Mikið svakalega hef ég verið löt að blogga. Ég hef bara ekki verið í neinu stuði til þess. En nú er ég komin með þráðlaust net heima hér á Indlandi svo ég hef ekki afsökun lengur. Ég ætla að segja aðeins frá safaríferðinni sem var mjög skemmtileg. Í þriggja klukkutíma fjarlægð í bíl frá Mysore er frumskógur með fílum, tígrísdýrum og fleiri spennandi dýrum. Við lögðum af stað á föstudegi og komum um tvöleitið á áfangastað "casa deep woods" þar sem við gistum. Aðstaðan var mjög fín, allt fullt af bambustrjám sem hljóma svo fallega. Það heyrist eins og brothljóð í þeim þegar vindurinn blæs á þau. Fílar eru voða hrifnir af þessum trjám og koma stundum á nóttinn og rífa upp heilan bambus. Það var lagt af stað í tveggja tíma gönguferð inn í skóg. Leiðsögumaðurinn fæddur og uppalinn í skóginum, þekkir hvern krók og kima, lykt og hljóð. Við sáum fílakúk og hann gat sagt okkur hvað fíllinn var gamall af lyktinni af kúknum. En við rákumst nú ekki á nein dýr í gönguferðinni enda halda dýrin sér frá mannfólki og finna lyktina af okkur í langt langt í burtu. Um nóttina heyrði ég voða mikil læti á þakinu okkar og um morgunin þegar við vöknuðum. Þarna var apafjölskylda að leika sér á þakinu og pínkulítið apabarn. Svo skemmtilegt að fylgjast með þeim. Ég var búin að ákveða að í þessari ferð skyldi ég halda á apa og vitimenn, sú ósk rættist næsta dag. Kem að því hér á eftir. Næst var haldið af stað til Oote sem er háfjallaþorp í klukkutíma fjarlægð. Við fórum mjög hátt upp og útsýnið var ótrúlega flott. Í Oote er rósargarður fagur, gott súkkulaði, svolítið íslenskt veður, smá rigning og ferskt loft, búðir, fullt af olíum eins og Eucaliptus og síðan er þetta þorp virkilega fagurt. Það var mjög gaman að koma þarna. Á leiðinni heim fékk ég alla til að koma með mér að heimsækja dýr sem er eru ættleidd eða á dýramunaðarleysingjahæli. Þar var fullt af þrífættum hundum, hvolpum, ösnum sem fannst ég voða spennandi, apar og ég fékk að knúsa einn í allavega 5 mínútur. Hann gaf frá sér ákveðin hljóð, friendly sound sögðu þeir sem reka staðinn. Hjartað í mér sló hratt og ég var alsæl og skítug. Næsta dag var safaríferðin og við sáum enga fíla, rétt svo í rassinn á einum. En fullt af dádýrum, páfuglum og öpum. En á leiðinni heim sáum við fíla, villisvín og fullt af öpum. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Vonandi á ég eftir að fara í safaríferð til Afríku.

Saturday, July 07, 2007

Ég er komin aftur til Mysore. Liðu aðeins þrír mánuðir á milli frá því ég var hérna síðast. Ég er ekki ein í för. Inga frænka, mammí eins og hún er kölluð hér er með mér og er að koma til Indlands í fyrsta skipti. Það er monsoon. Ég hef aldrei komið hér á þeim tíma. Hér í Mysore rignir ekkert svo mikið. Það rigndi aðeins í nótt, síðan er skýjað og sólin reynir að gægjast inn á milli skýjanna fyrir hádegi. Það er mjög þægilegur hiti og smá gola. Sem sagt ekkert að því að vera hér á monsoon tímabilinu. Við erum með herbergi hjá Ganesh og Anu sem reka internet-mat- gisti stað. Hér sjást myndir af þeim stað. http://www.ashtangayogini.com:80/AshtangaYoga/Mysore/EatingInMysore/AnusBambooHut.html
Við erum að leita að öðru húsnæði. Einhverju aðeins stærra og með eldhúsi því þetta herbergi er aðeins laust til 17. júlí. Allir vinir mínir hér eru að hjálpa okkur þannig að þetta reddast vonandi fljótlega. Við erum búnar að skoða nokkur húsnæði en ekkert sem okkur leist á. Það heilsaði mér indversk stelpa í gær á skemmtilegan hátt: " hæ" ég segi hæ á móti og hugsa með mér hvað hún er nice. Síðan segir hún " þú ert með bólur" Takk fyrir að láta mig vita hugsaði ég og hló.

Thursday, June 14, 2007

Best að drífa sig aftur

Nú blogga ég frá Íslandi. Ég náði aldrei að setja mig aftur í stellingar til að skrifa meira um Auroville en ætla hér og nú segja aðeins betur frá þeim undarlega skemmtilega stað. Þeir sem vilja vita meira um Auroville geta farið inn á www.auroville.org. Þegar við komum þarna seint um kvöld tók franskur herramaður á móti okkur sem leit út eins og Fróði í einu sinni var, með sítt grátt hár og skegg. Hann er með gistiaðstöðu sem heitir new creation. Þarna eru litlir kofar eða hús og síðan skólar fyrir indversk börn. Við vorum svo ánægð þegar við komum inn í litla húsið sem við áttum að gista í. Þarna var eldhús, svefnherbergi, bað og lítill skáli eða verönd með moskítóneti yfir. Síðan næsta dag í dagsbirtunni sáum við hvað var skítugt þarna. Ég tók mig til og keypti sótthreinsandi efni til að taka klósett og bað í gegn. Ég lenti í þvílíku maurastríði. Þeir voru búnir að koma sér vel fyrir aftan á klósettinu, bakvið vaskinn og guð má vita hvar. Það tók mig ca klukkutíma að skola þá í burtu og voru síðan komnir í stuð aftur eftir nokkra daga. Síðan heimsótti okkur þessi hressa stökkkónguló. Hún hoppaði og skoppaði í rúminu okkar og endaði síðan á veggnum. Víðir vildi drepa hana en ég vildi setja skál yfir hana og henda henni út og tók það verkefni að mér. Það tókst og þá tók Víðir við og fór með hana út í skála til að henda henni út. En viti menn. Henni tókst að hoppa aftur inn á flugi og hékk í moskítónetinu. Með því að henda á hana handklæði flúði hún einhvernveginn út.....held ég. Eftir 2-3 daga í Auroville leist okkur ekkert á staðinn. Auroville er inn í skógi svo maður sá ekki neitt hvað var í gangi þarna. Úff hugsuðum við. Nennum við að hanga hér í 2 vikur. Jú gefum þessu séns. Sem betur fer gerðum við það því þetta var alveg frábært að vera þarna.

Sunday, March 25, 2007

Auroville i stuttu mali

Wednesday, March 21, 2007

Nu blogga eg fra Auroville - universal city in the making a sudur Indlandi. Vid erum vid Bengal floa og gott ad sja sjoinn. Adur en eg segi nanar fra thessum serstaka stad aetla eg ad deila med ykkur sma atviki sem eg myndi segja ad vaeri dalitid skondid, serstakt og ogn vandraedalegt. Thad vill thannig til ad fyrir ca 6 manudum dreymir mig songkonuna Madonnu mer til mikillar skemmtunar. Madonna var maett til Islands til ad halda tonleika i laugardalshollinni. Eg er eitthvad ad rafa tharna um og se ad eg get farid inn i holl um midjan dag. Leidin la beint i buningsherbergi thar sem Madonna var ad hafa sig til fyrir kvoldid. Eg kynni mig og vid forum ad tala saman eins og bestu vinkonur. Eg segi henni m.a ad eg se med jogastod rett hja og byd henni ad koma og aefa. "Kannski getum vid gert joga saman". Sidan spyr eg hana " Er einhver jogakennari sem thu maelir med??" hun svarar " ja Noa er mjog godur, eg maeli med honum" Sidan vakna eg og fer ad velta fyrir mer thessu nafni sem hun nefndi. Eg fer sidan a ashtanga.com og se ad thar er jogakennari sem heitir Noah. Hm skemmtileg tilviljun hugsa eg. Forum aftur til Mysore. Naest sidasti dagurinn og eg er hja Ravir flauturleikara thar sem eg hef verid ad laera a tabla. Hann segir mer ad vinir sinir hafi komid i gaer til ad hlusta a hann spila, Kimberly og Noah jogakennrar. Nei en gaman hugsa eg. Noah her. Verd ad hitta a hann og segja honum fra draumnum. Hann hefur orugglega gaman af thvi. Eg fer a netid til ad sja hvernig hann litur ut og naesta morgun eftir yoga hitti eg a hann. A lettu notunum segi eg honum fra draumnum. Tha segir hann " eg var kennarinn hennar i 4 ar" Eg aetladi varla ad trua thessu og vard alveg eins og klessa. Mer leid svo hallaerislega. Eg upplifdi mig eins og einhverja gruppiu sem vaeri buin ad spotta kennarann hennar madonnu..........arg og ad eg vaeri bara ad bulla eitthvad. En hann var mjog almennilegur, eg kjaftstopp og vildi helst lata mig hverfa. Skritin tilviljun eda ekki tilviljun???? Hver veit.

Tharf ad rjuka en eg reyni ad blogga aftur a morgun um Auroville. Eg er m.a buin ad fara i risastora gullkulu ad hugleida, og var ad koma ur yndislegu musik .....hvad a eg ad kalla thad, musik nuddi. otrulega fallegt. Bless tangad til naest.

ein sveitt vid tolvuna i 35 stiga hita.

Friday, March 09, 2007

skartgripa hippa blanda.

Í dag fór ég í síðasta söngtímann minn, í bili. Kennarinn var mjög ánægður með mig:-) og náði ég m.a að læra raga sem er ákveðin tegund af söng á met tíma. Hlýt að hafa verið indversk í fyrra lífi. Ég og Víðir klárðuðum einnig í dag mjög skemmtilegt námskeið "color meditation" hjá yndislegum kennara. Við hugleiðum í byrjun tímans. Notum tíbeska tækni. Síðan þegar við opnum augun eftir ca 20 min er kennarinn búinn að setja liti og blöð fyrir framan okkur. hann spilar allskyns músík á meðan og við teiknum og málum og málum og teiknum örugglega í ca klukkutíma. Að lokum er farið í slökun þar sem hann notar " singing bowl" sem er skál sem slegið er í og þá kemur mjög djúpur hljómur sem stingur sér á kaf í líkamann. Þessi maður er lærður listmálari og ég ætla að taka hann með heim......:-) Ég þarf eiginlega að redda mér flugvél til að flytja allt þetta frábæra fólk heim. Ég fer í síðasta tabla timann á morgun. Ég var einmitt að hugsa um daginn hvað ég er sterk blanda af bæði mömmu og pabba. Ég fékk greinilega einhverja trommuhæfileika frá pabba. Síðan er mjög fyndið hvað ég er glysgjörn. Ég er alveg sjúk í skartgripi sem glitra og ljóma. Einnig föt sem glitra, pallíéttur og fleira. Mamma var einmitt mikið fyrir að skreyta sig og gera sig fína. Ég er nú samt heldur meiri hippi í mér sem ég held að hafi fæðst í Hallormsstaðarskógi. Tré hafa undursamleg áhrif á fólk. Á þriðjudaginn er ferðinni heitið til Auroville. Þar eru mjög góðir ashtanga yoga kennarar. Auroville er mjög sérstakur staður þar sem fólk allstaðar að úr heiminum býr í sátt og samlyndi. Skrifa þaðan næst.